Selfyssingum spáð 4. sæti

Þjálfarar og fyrirliðar liðanna í 1. deild kvenna í knattspyrnu spá því að Selfyssingum takist ekki að endurheimta sæti sitt í Pepsi-deildinni á komandi leiktíð.

Keppni í 1. deild kvenna hefst á laugardaginn þegar Selfoss fær Þrótt R. í heimsókn á JÁVERK-völlinn kl. 14.=0.

Fótbolti.net fékk alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og setja þeir Selfossliðið í 4. sæti. Selfoss varð í 9. sæti Pepsi-deildarinnar í fyrrasumar og féll eftir mikla dramatík í lokaumferðinni.

Selfoss á toppleikmenn í sínum herbúðum og ef Alfreð þjálfari nær að púsla saman þéttu liði eftir allar breytingarnar frá síðasta tímabili er liðið til alls líklegt. Sömu sögu er að segja ef liðið nær upp gömlu góðu Selfoss-stemmningunni sem týndist í fyrra. Liðið er að koma úr efstu deild og þekkir úrvaldsdeildartempó og þá umgjörð sem þar fyrirfinnst. Ef Selfoss getur haldið þeim standard er liðið með ákveðið forskot á flesta keppinauta sína í 1.deildinni,“ segir í spá fotbolti.net.

Spá fotbolti.net

Fyrri greinFimm milljónum úthlutað til verkefna í Skaftárhreppi
Næsta greinÞjótandi og Katla fengu úthlutun úr Umhverfissjóði