Ísland sendir 34 keppendur á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fram fer í Bakú í Azerbaijan dagana 21.-27. júlí og Sunnlendingar eiga nokkra fulltrúa í hópnum.
Eins og sunnlenska.is hefur greint frá keppir Dagur Fannar Einarsson í langstökki og Eva María Baldursdóttir í hástökki.
Í U17 ára landsliði Íslands í handbolta á Selfoss þrjá fulltrúa, þá Ísak Gústafsson, Reyni Frey Sveinsson og Tryggva Þórisson. Átta bestu þjóðir heims í árgangnum taka þátt í mótinu.
Þá er einn Selfyssingur í fimleikalandsliðinu en það er Hildur Maja Guðmundsdóttir sem mun keppa í áhaldafimleikum.
Örvar Ólafsson frá Stóru-Hildisey, verkefnastjóri hjá ÍSÍ er aðalfararstjóri ferðarinnar.