Selfyssingurinn Bergrós Björnsdóttir tryggði sér í gær Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit kvenna. Bergrós er aðeins 16 ára gömul og var að keppa í fyrsta skipti í kvennaflokki, langyngst og vann öruggan sigur.
Árangur Bergrósar á mótinu var magnaður, hún sigraði í fjórum greinum af sjö en helsti keppninautur hennar var Hvergerðingurinn Guðbjörg Valdimarsdóttir, Íslandsmeistari síðasta árs. Guðbjörg varð í 2. sæti en hún sigraði í einni grein af sjö og varð aldrei neðar en í fjórða sæti í hverri grein.
Fleiri Sunnlendingar náðu góðum árangri á mótinu. Jón Þorri Jónsson, Crossfit Selfoss, sigraði örugglega í flokki 14-16 ára en hann sigraði í fjórum af fimm greinum í flokknum og Selfyssingurinn Anna Dóra Ágústsdóttir, Crossfit Hengli, varð Íslandsmeistari í flokki kvenna 50+. Þá varð Stokkseyringunni Henning Jónasson, Afrek Fitness, í 2.-3. sæti í flokki 40-49 ára karla.