Hamarskonur eru óstöðvandi í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta en liðið vann KR í kvöld, 54-65 á útivelli.
Hamarskonur byrjuðu betur og leiddu eftir 1. leikhluta, 11-18. Gæði leiksins hrundu í 2. leikhluta þar sem liðin gerðu mörg mistök enda var skorið lágt, 8 og 7 stig og Hamar leiddi í leikhléinu, 19-25.
Í síðari hálfleik reyndust Hamarskonur sterkari og leiddu allan tímann. Fanney Guðmundsdóttir var óstöðvandi í seinni hálfleik þar sem hún skoraði 14 af 16 stigum sínum
Jaleesa Butler skoraði 29 stig fyrir Hamar og tók 15 fráköst. Fanney Lind Guðmundsdóttir skoraði 16 stig og Kristrún Sigurjónsdóttir 10.
Hamar getur tryggt sér deildarmeistaratitilinn á laugardaginn með því að leggja Keflavík að velli þegar liðin eigast við í Hveragerði.