Anna Metta Óskarsdóttir, Umf. Selfoss, bætti fimm ára gamalt HSK met í 3.000 m hlaupi innanhúss í 14 ára flokki stúlkna á Áramóti Fjölnis sem haldið var í Laugardalshöllinni 30. desember síðastliðinn.
Anna Metta sigraði í 3.000 m hlaupi kvenna á 13:31,20 mín og bætti met Elínar Karlsdóttur, Umf. Selfoss, um tæpar 17 sekúndur, en Elín hljóp á 13:47,92 mín á Áramóti Fjölnis á næstsíðasta degi ársins 2019.
Selfoss vann ein önnur gullverðlaun á mótinu en Hugrún Birna Hjaltadóttir sigraði í 400 m hlaupi kvenna á 65,93 sek.