Sidnei Moss í Hamar

Kvennalið Hamars í körfubolta hefur gengið frá ráðningu á nýjum erlendum leikmanni, Sydnei Moss, en Andrina Rendon var látin fara frá liðinu á dögunum.

Moss verður væntanlega í leikmannahópi Hamars í næsta leik, gegn Val miðvikudaginn 26.nóvember í Frystikistunni í Hveragerði.

Sydnei Moss er fjölhæfur bandarískur leikmaður sem getur spilað sem skotbakvörður og framherji. Hún er 178 cm á hæð, kemur frá Ástralíu, úr sömu deild og Chelsie Schweers sem spilaði með Hamri síðari hluta síðasta vetrar. Í Ástralíu var Moss með að meðaltali 21 stig og 9 fráköst.

Miklar vonir eru bundnar við komu hennar í lið Hamars er jafnframt má vænta þess að Katrín Eik verði klár í næsta leik eftir smá hjásetu undanfarið.

Fyrri greinDagbók lögreglu: Buster böstaði fimm
Næsta greinSkiptimynt stolið á Hlölla