Landsliðskonan Sif Atladóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss.
Sif gekk í raðir Selfoss fyrir tímabilið frá sænska félaginu Kristianstad. Hún er leikjahæsta knattspyrnukona Íslandssögunnar og hefur nú spilað 340 deildarleiki og er hvergi nærri hætt. Þessi margreynda landsliðskona fór á sitt fjórða stórmót í sumar með íslenska landsliðinu en hún var í leikmannahópi Íslands sem spilaði á EM á Englandi.
„Það er gott að vera á Selfossi. Vegferðin heldur áfram og ég hlakka til að halda áfram að vinna með liðinu að bæta okkar leik. Við höfum verið að taka stór skref í sumar og það verður gaman að bæta í á komandi ári,” segir Sif í tilkynningu frá Selfyssingum.