Sigmundur Stefánsson, fyrrum keppandi Samhygðar og nú Þjótanda, gerði sér lítið fyrir og setti fimm HSK met í flokki 70-74 ára á vormóti öldunga í frjálsíþróttum sem haldið var í Reykjavík í byrjun júní.
Sigmundur þríbætti eigið HSK met í kúluvarpi með 4 kg kúlu. Lengsta kast hans var 7,29 metrar, en hann átti 5,56 m.
Þá tvíbætti hann met sitt í spjótkasti með 500 gr spjóti. Kastaði lengst 16,07 metra, en gamla metið var 12,70 metrar.