Sigríður Arndís Þórðardóttir í Þjóðólfshaga 1 var kosin formaður Íþróttafélagsins Garps, sem haldinn var á Laugalandi á dögunum. Hún tekur við af Bjarna Bent Ásgeirssyni í Seli, sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs.
Fleiri breytingar urðu á stjórn, en Ásta Hrönn Ásgeirsdóttir frá Seli gaf ekki kost á sér til endurkjörs. María Carmen Magnúsdóttir á Laugalandi tók sæti í stjórn í hennar stað. Friðgerður Guðnadóttir í Hjallanesi var endurkjörin gjaldkeri. Harpa Rún Kristjánsdóttir í Hólum, Jóhanna Hlöðversdóttir á Hellum og Vilborg María Ísleifsdóttir í Þjóðólfshafa og Kálfholti voru kjörnar í varastjórn.
Á fundinum var lögð fram ársskýrsla félagsins og reikningar. Fjárhagur félagsins er traustur og munar þar mestu um flöskudósasöfnun Guðna Guðmundssonar á Þverlæk. Ágóði af dósasöfnun hans var rúmlega ein milljón króna árið 2013 og hefur aldrei verið meiri. Til að setja þetta í samhengi við aðra tekjuliði félagsins, þá voru styrkir Rangársþins ytra og Áshrepps samtals 592 þúsund krónur á síðasta ári. Þetta sýnir betur en margt annað hvað framlag Guðna er einstakt.