Á aðalfundi Umf. Biskupstungna á dögunum voru Gústaf Sæland og Sigríður Magnea Kjartansdóttir valin Íþróttamenn ársins 2015. Bæði voru þau tilnefnd fyrir glímu.
Gústaf hefur æft glímu í nokkur ár með góðum árangri. Hann stóð sig mjög vel á þeim þremur mótum sem hann tók þátt í á árinu 2015. Hann sigraði á þeim öllum en stærsti titilinn er án efa Unglingalandsmótstitillinn.
Sigríður Magnea hefur einnig æft glímu í nokkur ár með góðum árangri. Sigríður stóð sig mjög vel á öllum þeim mótum sem hún tók þátt í á árinu 2015. Hún keppti á fjórum mótum á árinu og sigraði á þremur þeirra, meðal annars vann hún Unglingalandsmótstitil, sem var stærsta afrek hennar á árinu.