
Héraðsmót fatlaðra í frjálsum íþróttum fór fram á Selfossvelli á dögunum. Þar mættu fjórir keppendur frá Íþróttafélaginu Suðra til leiks og kepptu í kringlukasti og kúluvarpi.
Sigríður Sigurjónsdóttir vann báðar sínar greinar í flokki F20, hún kastaði kúlunni 6,59 m og kringlunni 14.59 m. Ólafía Ósk Svanbergsdóttir sigraði í kúluvarpi í flokki F35-38, kastaði 6,53 m.