Sigrún Sigurðardóttir, Selfossi, setti nýtt HSK met í kvennaflokki í hálfmaraþoni á Vormaraþoni í Reykjavík sl. laugadag. Hún hljóp á 1:31,54 klst.
Svokallaður flögutími var betri, en metaskráning miðast við „byssutíma“.
Sigrún varð þriðja í kvennaflokki, en keppnin var jöfn því þrjár fyrstu konur voru á sömu mínútunni. Sigrún setti einnig HSK met í flokki kvenna 30 – 35 ára. HSK met í þessum flokkum var 1:32,18, sett í fyrra og var í eigu Borghildar Valgeirsdóttur, Selfossi.
Þá setti Ingvar Garðarsson, Skeiðamönnum, HSK met í flokki 55-59 ára í 5 km götuhlaupi í Víðvangshlaupi ÍR á sumardaginn fyrsta. Tíminn hjá honum var 19,46 mín. Hann stórbætti þar með ársgamalt HSK met sitt í þessum flokki, en hann hljóp í sama hlaupi í fyrra á 21:42 mín.
Þetta eru fyrstu HSK met ársins utanhúss í ár.