Sigurður og Loki sigruðu með yfirburðum

Sigurður Sigurðarson og Loki frá Selfossi sigruðu með yfirburðum í gæðingafimi Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum í Ölfushöllinni í kvöld.

Útgeislunin, fasið og fótaburðurinn ásamt frábærri reiðmennsku var það sem skilaði sigrinum í kvöld.

Guðmundur F. Björgvinsson og Hrímnir frá Ósi urðu í öðru sæti líkt og í fjórgangnum, en sýning þeirra var talsvert betri en í forkeppninni utan þess að stökkið misheppnaðist því að Hrímnir kýrstökk heila langhlið. Það kom ekki að sök því að einungis eru dæmdar bestu þrjár gangtegundirnar.

Olil Amble og Kraflar frá Ketilsstöðum urðu í þriðja sæti með mjög örugga sýningu en samt virtist skorta talsvert á þá útgeislun og frjálsræði í fasi eins og einkenndi þá Loka og Hrímni.

Ekkert skorti á flottheitin hjá þeim Þorvaldi Árna Þorvaldssyni og Stjörnu frá Stóra-Hofi sem enduðu fjórðu, þó svo að Stjarna búi ekki yfir eins góðum gangtegundum og efstu þrjú hrossin utan þess að töltið er klárlega með því besta sem sýnt var í kvöld.

Úrslit gæðingafiminnar urðu:
1. Sigurður Sigurðarson – Loki frá Selfossi – 8,30
2. Guðmundur F. Björgvinsson – Hrímnir frá Ósi – 7,77
3. Olil Amble – Kraflar frá Ketilsstöðum – 7,74
4. Þorvaldur Árni Þorvaldsson – Stjarna frá Stóra-Hofi – 7,70
5. Sigurbjörn Bárðarson – Jarl frá Mið-Fossum – 7,54

6 Viðar Ingólfsson Már frá Feti 7,4
7 Jakob S. Sigurðsson Eldur frá Köldukinn 7,11
7 Árni Björn Stormur frá Herríðarhóli 7,11
9 Anna Valdimars Krókur frá Ytra-Dalsgerði 6,99
10 Hulda Gústafs Ketill frá Kvistum 6,91
11 Ragnar Tómasson Sleipnir frá Árnanesi 6,88
12 Eyjólfur Þorsteinsson Klerkur frá Bjarnanesi 6,82
13 Ólafur B Ásgeirsson Hugleikur frá Galtanesi 6,53
14 Sylvía Sigurbjörnsdóttir Héðinn-Skúli frá Oddhóli 6,52
15 Reynir Örn Pálmason Baldvin frá Stangarholti 6,51
16 Gústaf Ásgeir Naskur frá Búlandi 6,49
17 Sigurður V. Matthíasson Svalur frá Litlu-Sandvík 6,47
18 John Kristinn Kraftur frá Blesastöðum 1A 6,41
19 Bergur Jónsson Ljóni frá Ketilsstöðum 6,37
20 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Ösp frá Enni 6,35
21 Elvar Þormarsson Skuggi frá Strandarhjáleigu 5,83
22 Ævar Örn Veigur frá Eystri-Hól 5,71
23 Anna Björk Ólafsdóttir Glúmur frá Svarfhóli 5,12
24 Daníel Ingi Smárason Silfur-Daddi frá Lækjarbakka 4,91

Umfjöllun um keppnina á eidfaxi.is

Fyrri greinVorverkin unnin um hávetur
Næsta greinEnn dregst að fá svar frá Svandísi