Sigurþór skaust upp fyrir Hákon

Hákon Þ. Svavarsson, SFS, varð í 2. sæti á Landsmóti Skotíþróttasambands Íslands sem fram fór á velli Skotíþróttafélags Suðurlands að Hrauni í Ölfusi í blíðskaparveðri um helgina.

Mótið var mjög sterkt en fyrir úrslitalotuna var Hákon efstur með 116 stig sem er þriðja meistaraflokksskorið hjá honum í röð.

Í úrslitum tókst Sigurþóri Jóhannessyni, Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar, að komast upp fyrir Hákon og sigra. Sigurþór hitti 24 í úrslitunum og sigraði með 114+24, Hákon var með 116+21 og þriðji varð Stefán G. Örlygsson, Skotfélagi Reykjavíkur, með 113+19.

Þrátt fyrir að hafa misst af gullinu er árangur Hákons frábær en þetta er í fyrsta sinn í áratug sem íslenskur skotmaður nær að skjóta meistaraflokksskor á þremur mótum í röð auk þess sem hann náði hæsta skori tímabilsins.

Fyrri greinCissé á leið til Noregs
Næsta greinDofri Snorrason í Selfoss