100. Víðavangshlaup ÍR var haldið á sumardaginn fyrsta. Sigurbjörn Árni Arngrímsson úr Laugdælum setti Íslandsmet í 5 km götuhlaupi 40-44 ára, hann hljóp á 16;24 mín og var fimmti í mark.
Sigurbjörn var heiðraður sérstaklega, ásamt fleiri afreksmönnum. Þess má geta að hann setti á dögunum bæði öldungamet og HSK met í 800 metra hlaupi innanhúss þegar hann hljóp á 2;03,32 mín.
Ingvar Garðarsson úr Umf. Skeiðamanna setti einnig HSK-met í víðavangshlaupinu, hann hljóp á 19;35 mín. sem er met í 55-55 ára flokki. Ingvar hefur hlaupið a.m.k. 36 sinnum í Víðavangshlaupinu.
Fleiri hlauparar af sambandssvæðinu tóku þátt, en ekki er vitað til að fleiri hafi sett HSK met. Heildarúrslit má sjá á www.hsk.is.
Metþátttaka var í hlaupinu sem fór fram við góð skilyrði í miðbæ Reykjavíkur, en alls komu ríflega 1100 manns í mark.