Haustmót Júdósambands Íslands var haldið síðastliðinn laugardag í íþróttahúsi Akurskóla í Njarðvík. Á mótinu voru 75 keppendur frá níu félögum.
Judodeild Selfoss sendi sex keppendur til leiks sem náðu góðum árangri og komu heim með tvenn gullverðlaun, fimm silfurverðlaun og ein bronsverðlaun.
Styrmir Hjaltason komst á verðlaunapall í þremur flokkum en hann hlaut silfurverðlaun í -73 kg flokki U21 og senior og bronsverðlaun í U18.
Sigurður Hjaltason, sem er núverandi Íslandsmeistari, vann sínar viðureignir örugglega og tók gullið í -100 kg flokki senior og Mikael Ólafsson vann gull í U18 og átti góðar glímur í U21 þar sem hann varð í 2. sæti.
Jónas Gíslason varð í 2. sæti í -55 kg U13, Sveinbjörn Ólafsson tók sömuleiðis silfrið í -66 kg U15 og Gestur Maríasson varð í 3. sæti í -60 kg flokki U18.