Sigurför Hamars-Þórs heldur áfram

Hildur Björk Gunnsteinsdóttir skoraði 10 stig fyrir Hamar-Þór í dag. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar-Þór hélt sigurför sinni um landsbyggðina áfram í dag. Í gær vann liðið Snæfell í Stykkishólmi og í dag lögðu þær sunnlensku Tindastól á Sauðárkróki.

Tindastóll byrjaði betur í leiknum í dag en Hamar-Þór dustaði af sér ferðarykið í 2. leikhluta og komst yfir áður en hálfleiksflautan gall, 37-44. Hamar-Þór jók forskotið enn frekar í 3. leikhluta og hélt svo Tindastól í þægilegri fjarlægð í 4. leikhlutanum. Lokatölur leiksins urðu 69-82.

Astaja Tyghter var mað risaframlag fyrir Hamar-Þór í leiknum, skoraði 47 stig og tók 11 fráköst.

Hamar-Þór er með 20 stig í 6. sæti deildarinnar en Tindastóll er með 16 stig í 8. sæti.

Tölfræði Hamars-Þórs: Astaja Tyghter 47/11 fráköst, Hildur Björk Gunnsteinsdóttir 13, Julia Demirer 11/17 fráköst, Helga María Janusdóttir 5, Gígja Rut Gautadóttir 3, Ingibjörg Bára Pálsdóttir 3.

Fyrri greinSelfoss lagði KA fyrir norðan
Næsta greinGul viðvörun: Hætta á krapaflóðum og skriðuföllum