Knattspyrnufélag Árborgar er enn með fullt hús stiga í A-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu eftir 0-1 sigur á útivelli gegn Herði á Ísafirði í dag.
Leikurinn var markalaus allt þar til á 55. mínútu að Árborgarar fengu skyndisókn eftir hornspyrnu heimamanna.
Ísak Eldjárn Tómasson slapp þá einn innfyrir eftir stungusendingu frá Daníel Inga Birgissyni og skoraði af öryggi.
Árborg hefur 15 stig í toppsæti A-riðilsins, og er með fimm stiga forskot á Berserki sem eru í 2. sæti.