Sigurinn aldrei í hættu

Katla María Magnúsdóttir. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Topplið Selfoss vann enn einn stórsigurinn í 1. deild kvenna í handbolta í kvöld þegar liðið heimsótti Víking.

Sigur Selfoss var aldrei í hættu, Selfoss komst í 1-6 í upphafi leiks og staðan var 4-13 um miðjan fyrri hálfleikinn. Munurinn jókst jafnt og þétt og í hálfleik var staðan 9-20.

Það sama var uppi á teningnum í seinni hálfleiknum, munurinn var orðinn 15 mörk þegar 15 mínútur voru eftir en lokatölur leiksins urðu 21-38.

Katla María Magnúsdóttir var markahæst Selfyssinga með 8 mörk, Perla Ruth Albertsdóttir skoraði 7, Arna Kristín Einarsdóttir 6, Harpa Valey Gylfadóttir 5, Hulda Hrönn Bragadóttir 3, Adela Jóhannsdóttir, Tinna Sigurrós Traustadóttir og Hulda Dís Þrastardóttir 2 og þær Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir, Kristín Una Hólmarsdóttir og Katla Björg Ómarsdótir skoruðu allar 1 mark.

Cornelia Hermansson varði 9 skot í marki Selfoss og Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 3.

Fyrri greinHörmungarlagið Drive með Cars
Næsta greinSelfoss vann spennandi Suðurlandsslag