Sigurkarfan þremur sekúndum fyrir leikslok

Kristrún Ríkey Ólafsdóttir. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar/Þór vann sætan sigur á Tindastóli í úrvalsdeild kvenna í körfubolta á Sauðárkróki í kvöld, 94-96, með sigurkörfu á lokasekúndunum.

Tindastóll náði forskoti í upphafi leiks en Hamar/Þór var aldrei langt undan og staðan var 27-24 eftir 1. leikhluta. Hamar/Þór byrjaði frábærlega í 2. leikhluta og náði átta stiga forskoti og þær héldu forystunni fram að leikhléi, 52-57 í hálfleik.

Í upphafi seinni hálfleiks voru þær sunnlensku einráðar á vellinum og náðu þrettán stiga forskoti, 56-69. Björninn var þó alls ekki unninn því Tindastóll gerði áhlaup og jafnaði 80-80 þegar rúmar þrjár mínútur voru liðnar af 4. leikhluta.

Lokakaflinn var æsispennandi en Hamar/Þór var skrefinu á undan allt þar til á lokamínútunni að Tindastóll jafnaði 94-94 með þriggja stiga skoti þegar 28 sekúndur voru eftir. Hamar fullnýtti lokasóknina, úrslitaskotið geigaði en Kristrún Ríkey Ólafsdóttir tók sóknarfrákast og tryggði Hamri/Þór sigur með tveggja stiga stökkskoti þegar 3 sekúndur voru eftir.

Abby Beeman var með risaframlag fyrir Hamar/Þór, skoraði 34 stig og sendi 15 stoðsendingar.

Hamar/Þór er í 8. sæti deildarinnar með 12 stig en Tindastóll í 5. sæti með 16 stig.

Tindastóll-Hamar/Þór 94-96 (27-24, 25-33, 15-16, 27-23)
Tölfræði Hamars/Þórs: Abby Beeman 34/5 fráköst/15 stoðsendingar, Kristrún Ríkey Ólafsdóttir 14/14 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 12/4 fráköst, Hana Ivanusa 8/6 fráköst, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir 9, Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir 8, Fatoumata Jallow 6, Bergdís Anna Magnúsdóttir 3, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir 2/5 fráköst.

Fyrri greinÍ kröppum dansi í Kórnum
Næsta greinEinstakir listmunir innblásnir af náttúrunni