Ægismenn misstu af dýrmætum stigum í 2. deild karla í knattspyrnu í kvöld þegar liðið fékk botnlið Reynis frá Sandgerði í heimsókn.
Reynismenn byrjuðu betur og komust yfir á 8. mínútu. Bjarki Rúnar Jónínuson jafnaði metin á lokamínútu fyrri hálfleiks og staðan í hálfleik var 1-1.
Seinni hálfleikur var markalaus en Ægismenn höfðu yfirhöndina en tókst ekki að skora þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Allt stefndi í jafntefli og það var ekki fyrr en á 7. mínútu uppbótartímans að Reynismönnum tókst að koma boltanum í netið í síðustu sókn leiksins og tryggja sér 1-2 sigur.
Þetta var fjórða tap Ægis í röð í deildinni og staðan er þannig að Ægir er í 6. sæti með 15 stig en Reynismenn eru í 11. sæti með 8 stig.