Ægir missti af mikilvægum stigum í toppbaráttu 2. deildar karla í knattspyrnu í kvöld þegar liðið heimsótti ÍR í Breiðholtið.
Dimitrije Cokic kom Ægismönnum yfir á 24. mínútu en ÍR-ingar jöfnuðu metin á 37. mínútu og staðan var 1-1 í hálfleik.
Heimamenn komust yfir snemma í seinni hálfleik en Stefan Dabetic jafnaði fyrir Ægi þegar rúmar fimmtán mínútur voru eftir. Lokakaflinn var æsilegur en á fjórðu mínútu uppbótartímans tókst ÍR að koma boltanum í netið og vinna 3-2 sigur.
Ægir er nú í 3. sæti deildarinnar með 22 stig og fær tækifæri til þess að stimpla sig af alvöru inn í toppbaráttuna á nýjan leik þegar þeir mæta heitasta liði deildarinnar, Þrótti Reykjavík, í sex stiga leik í Þorlákshöfn á föstudaginn.