Selfoss sigraði Reyni Sandgerði í kvöld í síðasta leik sínum í deildarbikar karla í knattspyrnu á þessu vori.
Leikurinn var markalaus í fyrri hálfleik og þrátt fyrir ágætar sóknir beggja liða var það ekki fyrr en um miðjan seinni hálfleikinn að Adrian Sanchez kom Selfyssingum yfir. Reynismenn jöfnuðu fimm mínútum síðar og allt stefndi í jafntefli, þar til Gonzalo Zamorano tók af skarið í uppbótartímanum og skoraði sigurmark Selfyssinga.
Selfyssingar eru í 2. sæti síns riðils í B-deildinni með 8 stig en Haukar eru á toppnum með 12 stig og hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppninni.