Sigursteinn og Alfa vörðu titilinn í tölti

Keppni í A-úrslitum í tölti á Landsmóti hestamanna er lokið. Sigursteinn Sumarliðason, Sleipni, og Alfa frá Blesastöðum 1A vörðu titilinn og hlutu 8,56.

Sigursteinn og Alfa voru með góða sýningu og jafna en keppnin var gríðarlega sterk og hart barist.

Fyrst var Sigurbjörn Bárðarson efstur þá Hinrik Bragason en Sigursteinn og Alfa höfðu sigur að lokum.

Sara Ástþórsdóttir og Díva frá Álfhólum fengu hæstu einkunn fyrir greitt tölt, 9,33.

1. Sigursteinn Sumarliðason, Alfa frá Blesastöðum 1A – 8,56
2. Hinrik Bragason, Smyrill frá Hrísum – 8,44
3. Jakob Svavar Sigurðsson, Árborg frá Miðey – 8,28
4. Sigurbjörn Bárðason, Jarl frá Mið-Fossum – 8,22
5. Sara Ástþórsdóttir, Díva frá Álfhólum- 8,22
6. Artemisia Bertus, Óskar frá Blesastöðum 1A – 8,11

Fyrri greinHamar bíður enn eftir sigri
Næsta greinÓlafur Ragnar með afgerandi forystu í Suðurkjördæmi