KFR og Sindri áttust við á Hvolsvelli í gærkvöldi í 3. deild karla í knattspyrnu. Sindri sigraði 1-3.
Leikurinn var jafn fyrstu 20 mínúturnar en eftir það tóku Sindramenn öll völd á vellinum og skoruðu þrjú mörk fyrir leikhlé.
Gestirnir höfðu áfram yfirhöndina í síðari hálfleik og það var ekki fyrr en fækkaði í liði KFR að þeir tóku við sér. Gunnar B. Ragnarsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt og í kjölfarið þjöppuðu Rangæingar sér saman og sýndu ágæta spretti. Þórhallur Lárusson minnkaði muninn fyrir KFR með eina marki síðari hálfleiks.