Sindri Freyr Seim Sigurðsson, Umf. Heklu, náði frábærum árangri á European Festival of Sprint í Rieti á Ítalíu um helgina.
Sindra var boðið til keppni í 80 m hlaupi 15 ára og bætti hann sinn besta árangur bæði í undanrásum og úrslitahlaupinu.
Ítalska frjálsíþróttasambandið bauð stúlku og dreng frá hverju Evrópulandi á mótið um helgina til vekja athygli á því að EM U18 mun fara fram í Rieti árið 2020. Auk Sindra var Glódísi Eddu Þuríðardóttur, UFA, boðið á mótið. Glódís Edda hljóp á 10,51 sek í 1,0 m/s mótvindi í undanrásunum sem er sjötti besti árangur íslenskrar stúlku frá upphafi. Glódís Edda á nú þegar annan besta árangur á afrekaskrá. Í úrslitahlaupinu hljóp hún svo á 10,64 sek í 0,6 m/s mótvindi og hafnaði í 16. sæti af 25 keppendum sem er mjög góður árangur.
Sindri Freyr á hlaupabrautinni á Ítalíu. Ljósmynd/Af Youtubesíðu Ítalska frjálsíþróttasambandsins