Knattspyrnudeild Selfoss gekk á dögunum frá framlengingu á samningi við sjö leikmenn meistaraflokks karla og munu þeir allir leika með liðinu næstu árin.
Um er að ræða þá Þorstein Daníel Þorsteinsson, Adam Örn Sveinbjörnsson, Jökul Hermannsson, Gunnar Geir Gunnlaugsson, Þormar Elvarsson, Ingva Rafn Óskarsson og Arnar Loga Sveinsson.
Í tilkynningu á heimasíðu Selfoss segir að þetta sé mikið fagnaðarefni enda stóðu þessir leikmenn sig með mikilli prýði í 2. deild í sumar. Selfoss varð í 2. sæti deildarinnar og spilar í 1. deildinni á næsta tímabili.
Meistaraflokkur karla hóf undirbúningstímabil sitt, fyrir komandi átök á næsta ári, nú dögunum þegar æfingabanni var aflétt.