Hamar lyfti sér upp í 8. sæti 2. deildar karla í kvöld með 4-3 sigri á KS/Leiftri á Grýluvelli.
Leikurinn byrjaði fjörlega en Marteinn Svavarsson kom Hamri yfir á 8. mínútu. Þremur mínútum síðar höfðu Milan Lazarevic og Sigurbjörn Hafþórsson komið gestunum yfir. Axel Ingi Einarsson jafnaði 2-2 fyrir Hamar á 33. mínútu en Þórður Birgisson kom KS/Leiftri í 2-3 á 40. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik.
Baráttan hélt áfram í síðari hálfleik en Hvergerðingar nýttu sín færi betur og Vigfús Geir Júlíusson og Sveinn Ingi Einarsson skoruðu sitthvort markið um miðjan hálfleikinn. Lokatölur voru 4-3.