Meistaraflokkar Selfoss í knattspyrnu munu leika í nýjum búningum í sumar í sumar í tilefni 70 ára afmæli knattspyrnudeildar Selfoss.
Deildin var stofnuð 15. desember árið 1955 og sækir afmælistreyjan innblástur í þónokkra búninga sem lið Selfoss hafa leikið í frá stofnun deildarinnar.
Merki Selfoss sem prýðir afmælisútgáfuna var teiknað af Birni Inga Gíslasyni, heiðursformanni knattspyrnudeildar en það fór fyrst á treyjur félagsins árið 1966.
Selfoss frumsýndi búningana á samfélagsmiðlum sínum í gær en áhorfendur munu fyrst líta þá augum næstkomandi föstudagskvöld þegar Selfoss tekur á móti Grindavík í 1. umferð Lengjudeildar karla.
