Vetrarstarfi taekwondodeildar Umf. Selfoss fer senn að ljúka, en tvær síðustu helgar voru mjög annasamar hjá deildinni.
Um síðustu helgi var síðasta bikarmótið af þremur á vegum TKÍ í bardaga og formum. Það var að þessu sinni haldið í Keflavík. Selfoss vann átta gull, tólf silfur og tólf brons.
Í gær fór svo fram síðasta beltapróf vetrarins. Það var haldið í Íþróttahúsinu Iðu á Selfossi og um sjötíu manns þreyttu þar próf. Þar voru margar spítur og múrsteinar brotnir ásamt því að iðkendur þurftu að sýna meistara sínum að þeir hefðu lært það sem krafist er af þeim til að geta fengið hærra belti. Það er skemmst frá því að segja að allir sem tóku prófið stóðust settar kröfur og náðu því með glans.
Úrslit frá mótinu í Keflavík 4.-5. maí.
Poomsae:
Natan Hugi Hjaltason, brons
Daníel Örn Þórbjörnsson, brons
Halldór Gunnar Þorsteinsson, brons
Gabríel Hörður Rodriguez, silfur
Hekla Þöll Stefánsdóttir, silfur
Ísak Máni Stefánsson, silfur
Guðrún Halldóra Vilmundardóttir, silfur
Gillý Ósk Gunnarsdóttir, brons
Dagný María Pétursdóttir, brons
Bjarni Snær Gunnarsson, brons
Sigurjón Bergur Eiríksson, brons
Guðni Elvar Björnsson, brons
Lilý Ösp Sigurjónsdóttir, gull
Sparring:
Minior male undir 27kg
Natan Hugi Hjaltason, gull
Magnús Ari Melsteð, silfur
Minior male undir 49kg
Ingimar Örn Sveinsson, brons
Minior male undir 57kg
Gabríel Hörður Rodriguez, silfur
Minior fem, undir 40kg
Aldís Freyja Kristjánsdóttir, silfur
Minior male undir 44kg
Halldór Gunnar Þorsteinsson, gull
Daníel Örn Þórbjörnsson, brons
Minior male, undir 50kg
Jón Marteinn Arngrímsson, gull
Sigurður Gísli Christensen, silfur
Cadet fem, undir 43kg
Gillý Ósk Gunnarsdóttir, silfur
Cadet fem, undir 60kg
Dagný María Pétursdóttir, silfur
Cadet male, undir 37kg
Bjarni Snær Gunnarsson, silfur
Junior fem, undir 72kg
Brimhildur Gígja Jónsdóttir, brons
Junior male, undir 54kg
Ástþór Eydal Friðriksson, brons
Junior male, undir 72kg
Ívar Ragnarsson, gull
Senior male, undir 74kg
Sigurður Óli Ragnarsson, silfur
Senior fem, undir 67kg
Margrét Edda Gnarr, gull
Senior fem, undir 67kg
Kristín Róbertsdóttir, gull
Senior male, undir 68kg
Marek Krawcynski, gull
Superior fem, yfir 68kg
Sigríður Eva Guðmundsdóttir, silfur
Margrét Edda Gnarr var stigahæsti keppandi í sparring-eldri og hlaut fyrir það bikar.