Selfoss tapaði 25-21 þegar liðið heimsótti ÍBV til Vestmannaeyja í Olísdeild kvenna í handbolta í kvöld.
Leikurinn var jafn á upphafsmínútunum en þegar tíu mínútur voru liðnar kom góður kafli hjá Selfyssingum sem skoruðu sex mörk í röð og breyttu stöðunni úr 5-4 í 5-10. Staðan var 9-13 í leikhléi.
ÍBV byrjaði vel í seinni hálfleik og náði að jafna 15-15 þegar tíu mínútur voru liðnar. Eftir það var jafnræði með liðunum, þangað til á lokakaflanum að ÍBV náði að auka forskotið aftur. Selfoss skoraði ekki mark síðustu fjórar mínútur leiksins og ÍBV tryggði sér fjögurra marka sigur, 25-21.
Perla Ruth Albertsdóttir var markahæst Selfyssinga með 6 mörk, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði 4/1, Rakel Guðjónsdóttir og Sarah Boye Sörensen 3, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir og Ída Bjarklind Magnúsdóttir 2 og Katla María Magnúsdóttir 1.
Katrín Ósk Magnúsdóttir varði 11 skot og var með 30,6% markvörslu.
Þetta var sjötta tap Selfossliðsins í Olísdeildinni í vetur en Selfoss er í 8. og neðsta sæti deildarinnar með 1 stig. ÍBV er í 3. sæti með 9 stig.