Hamarsmenn gerðu ekki góða ferð norður á Sauðárkrók í dag þar sem liðið mætti Tindastól í toppbaráttu 4. deildar karla í knattspyrnu.
Hamar hefði getað endurheimt 2. sætið með sigri en Tindastóll vann sannfærandi 4-0 sigur, hélt 2. sætinu og jók forskotið á Hamar í fimm stig.
Tindastóll skoraði tvö mörk með tveggja mínútuna millibili í seinni hluta fyrri hálfleiks og þriðja markið kom svo á upphafsmínútum seinni hálfleiks. Stólarnir tryggðu sér svo 4-0 sigur með marki á lokamínútunni.
Tindastóll er í 2. sæti deildarinnar með 25 stig, eins og Ýmir sem er í toppsætinu með leik til góða. Hamar er í 3. sæti með 20 stig.