Íþrótta- og fjölskyldudagur Íþróttafélagsins Hamars og Hvergerðisbæjar var haldinn síðastliðinn föstudag í nýju Hamarshöllinni og tókst mjög vel.
Fjölmargar fjölskyldur lögðu leið sína í Hamarshöllina til að skemmta sér saman í leikjum, þrautum og íþróttum.
Mikil ánægja var með daginn og verður fjölskyldudagurinn endurtekinn aftur í haust.
Gísli Páll Pálsson, framkvæmdastjóri þvottahúss Grundar og Áss og Pálína Sigurjónsdóttir, skrifstofustjóri, færðu íþróttafélaginu Hamri veglega boltagjöf og tók Hjalti Helgason formaður Hamars við gjöfinni og færði þeim þakkir fyrir.