Skokkhópur Hamars hlaut í gær viðurkenningu sem „skokkhópur ársins“ fyrir gott starf og útbreiðslu íþróttarinnar á árinu 2011.
Gunnar Páll Jóakimsson afhenti viðurkenninguna fyrir hönd Framfara, hollvinafélags millivegalengda og langhlaupara.
Skokkhópi Hamars er stýrt af Pétri Frantzsyni en hópurinn hefur verið sýnilegur á netinu, duglegur að taka þátt í hlaupum á árinu 2011 auk þess sem hann heldur uppi öflugri dagskrá fyrir hlaup og göngu þrátt fyrir að vera starfandi í litlu bæjarfélagi.
Meðal verkefna sem skokkhópurinn stóð fyrir árið 2011 var utanvegahlaup, Hamarshlaupsið, sem tókst mjög vel og verður haldið í annað sinn í ár.