Skólahreystilið Flóaskóla var valið „íþróttamenn ársins 2022“ hjá Ungmennafélaginu Þjótanda í Flóahreppi. Verðlaunin voru veitt að aðalfundi Þjótanda sem haldinn var síðastliðinn mánudag í félagsheimilinu Þingborg.
Lið Flóaskóla sigraði í Skólahreysti 2022 í maí síðastliðnum en þetta var í fyrsta skipti sem skólinn sigrar í keppninni. Lið Flóaskóla skipa þau Þórunn Ólafsdóttir, Hanna Dóra Höskuldsdóttir, Viðar Hrafn Victorsson og Auðunn Ingi Davíðsson.
Fleiri viðurkenningarvoru afhentar á aðalfundinum en Markús Ívarsson á Vorsabæjarhóli valinn félagi ársins.
Um tuttugu manns mættu á fundinn sem fór vel fram. Ein breyting varð á stjórninni en Magnús St. Magnússon í Hallanda hætti sem ritari og Sveinn Orri Einarsson í Egilsstaðakoti tók við. Þess má geta að Magnús var búinn að vera ritari félagsins frá stofnun þess.
