Lið 2. flokks karla í knattspyrnu á Selfossi hefur skorað á meistaraflokk kvenna í söngeinvígi á lokahófi knattspyrnudeildarinnar, þann 21. september næstkomandi.
Markús Árni Vernharðsson, fyrirliði 2. flokks karla, var mættur með indíánafjaðrirnar á Selfossvöll í gær, er hann afhenti Guðmundu Brynju Óladóttur, fyrirliða kvennaliðsins, áskorunina.
Heyrst hefur að bæði lið muni leggja allt í sölurnar til að hafa betur í einvíginu. Samkvæmt heimildum sunnlenska.is stefnir Gunnar Borgþórsson, þjálfari kvennaliðsins, á að mæta í sérsaumuðum spandex-galla og ætlar sér að dansa við Grease-syrpu.