Botnlið Hamars tók á móti toppliði Fjölnis í 1. deild kvenna í körfubolta í Hveragerði í dag. Lokatölur urðu 80-92.
Fjölnir byrjaði betur í leiknum en Hamar skoraði aðeins 8 stig í 1. leikhluta gegn 23 stigum Hamars. Hvergerðingar hresstust nokkuð í 2. leikhluta og staðan í leikhléi var 20-38.
Í seinni hálfleik lágu allar varnir niðri og úr varð mikil skotsýning og stórskemmtilegur körfuboltaleikur. Hamar hafði frumkvæðið í seinni hálfleiknum en náði lítið að saxa á forskot Fjölnis. Að lokum skildu tólf stig liðin að.
Íris Ásgeirsdóttir og Þórdís Jóna Kristjánsdóttir voru í miklum ham í dag og skoruðu megnið af stigum Hamars, Íris með 30 stig og Þórdís með 27.
Staðan í deildinni er óbreytt. Fjölnir á toppnum með 28 stig og Hamar í neðsta sæti með 2 stig.
Tölfræði Hamars: Íris Ásgeirsdóttir 30/5 fráköst, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 27/5 fráköst, Dagrún Inga Jónsdóttir 7, Vilborg Óttarsdóttir 4/4 fráköst, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 4, Birgit Ósk Snorradóttir 4, Una Bóel Jónsdóttir 4, Álfhildur E. Þorsteinsdóttir 8 fráköst/5 stoðsendingar.