Skráning er hafin í Frjálsíþróttaskóla UMFÍ 2017 en uppselt hefur verið í skólann síðustu tvö ár.
Í sumar verður skólinn starfræktur í níunda sinn á HSK svæðinu og í ár er hann á Selfossi 11.-15. júní og er haldinn í samstarfi við Frjálsíþróttaráð HSK.
Skólinn er ætlaður fyrir börn á aldrinum 11 til 18 ára. Ungmennin koma saman á hádegi á sunnudegi en skólanum lýkur á hádegi á fimmtudegi í sömu viku. Aðaláhersla er lögð á kennslu í frjálsum íþróttum.
Dagskráin er fjölbreytt og skemmtileg það er til dæmis farið í sund, leiki, haldnar kvöldvökur og endar skólinn svo með móti og pylsuveislu. Þáttökugjald í skólann er 25.000 kr. (20.000 kr fyrir systkini) en innifalið í því er kennsla, fæði, gisting ofl. Skólinn er í samvinnu við Frjálsíþróttasamband Íslands og Ungmennafélag Íslands. Aðalumsjónarmenn með skólanum 2017 líkt og undafarin ár eru Ágústa Tryggvadóttir og Fjóla Signý Hannesdóttir en einnig munu fleiri þjálfarar og aðstoðarmenn vinna við skólann. Lagt er upp með að fagmenntaðir kennarar sjái um kennsluna á hverjum stað til að tryggja sem besta kennslu fyrir ungmennin.
Skráning og nánari upplýsingar má fá í gegnum tölvupóst fjolasigny@gmail.com og agustat@hotmail.com.