Skráning hafin í traktorstorfæruna

Hin árlega traktorstorfæra verður haldin við reiðhöllina á Flúðum á laugardaginn.

Keppnin hefur notið mikilla vinsælda hjá áhorfendum sem skiptu þúsundum sl. sumar. Enginn aðgangseyrir er á keppnina en söfnunarbaukar verða á staðnum og geta gestir látið frjáls framlög af hendi rakna í þá.

Skráning er hafin á netfanginu bfeyvindur@simnet.is. Það er Björgunarfélagið Eyvindur sem sér um framkvæmd keppninnar.

Fyrri greinUndir áhrifum á Selfossi
Næsta greinBónus og Hagkaup byggja á Selfossi