Skráningu í KIA Gullhringinn að ljúka

Ljósmynd/Aðsend

Hjól­reiðakeppn­in KIA Gull­hring­ur­inn fer fram á Laug­ar­vatni laugardaginn 31. ágúst en þetta er í áttunda sinn sem keppn­in er hald­in.

Um það bil 500 kepp­end­ur eru nú þegar skráðir til leiks og munu þeir hjóla eft­ir mikið end­ur­bætt­um veg­um upp­sveita Árnes­sýslu.

Keppn­in verður ræst klukk­an 16:00 þetta árið og vert er að vekja at­hygli veg­far­enda á svæðinu í kring­um Laug­ar­vatn og Blá­skóg­ar­byggð að frá og með klukk­an 16:00 má bú­ast við stutt­um um­ferðatöf­um.

Áttunda árið í röð
KIA Gullhringurinn er á örfáum árum orðin eitt umfangsmesta og skemmtilegasta hjólreiðamót landsins en þar keppa jafnt byrjendur sem lengra komnir. Hjólað er frá Laugarvatni, leið sem í daglegu tali er kölluð gullhringurinn þ.e.a.s Gullfoss, Geysir og Þingvellir, og er hjólað um eitthvert fallegasta og gróðursælasta hérað landsins.

Umferðartafir
Vegna keppninar má búast við tímabundnum töfum á umferð í gegnum Laugarvatn á tímabilinu frá 15:30 til 16:30 og aftur frá 18:00 til 20:00. Tímabundin lokun verður í vesturátt frá Biskupstungnabraut að Laugarvatni á tímabilinu 15:45 til 16:30. (Hægt að keyra niður Biskupstungnabraut og upp frá Svínavatni eða um Reykjaheiði) Opið verður fyrir umferð frá Laugarvatni að Biskupstungnabraut. Lokað verður fyrir umferð í báðar áttir frá Svínavatni að Laugarvatni á tímabilinu 18:30 til 19:30 en þá verður hægt að koma að Laugarvatni lengri leiðina yfir Reykjaheiði.

Skráning á netinu
Skráningu í KIA Gullhringinn lýkur á þriðjudag klukkan 23:59 og hægt er að skrá sig á www.kiagullhringurinn.is.

Fyrri greinNýliðakynning í Hveragerði í kvöld
Næsta greinHlé gert á leitaraðgerðum á Þingvallavatni