Skrifað undir samninga vegna Landsmóts 50+ í Vík

Um helgina voru undirritaðir samningar í Vík Mýrdal vegna 3. Landsmóts UMFÍ 50+ á milli landsmótsnefndar og Mýrdalshrepps annars vegar og Ungmennafélags Íslands og Ungmennasambands Vestur-Skaftafellssýslu hins vegar.

Mótið verður haldið 7.-9. júní í sumar.

Aðstaðan í Vík í Mýrdal er mjög góð til að halda Landsmót UMFÍ 50+. Íþróttahús er í Vík sem er sambyggt við sundlaugina á staðnum. Góð frjálsíþróttaaðstaða er á staðnum með gerviefni sem byggð var fyrir unglingalandsmótið sem þar var haldið 2005.

Sparkvöllur er á staðnum sem og tveir reiðvellir sem og glæsilegur 9 holu golfvöllur.

Keppnisgreinar á mótinu verða almenningshlaup, frjálsar íþróttir, boccia, golf, bridds, hestaíþróttir, hjólreiðar, leikfimi dans, línudans, pútt, ringó, skák, sund, starfsíþróttir, hringdansar, sýningar/leikfimi og þríþraut.

Fyrri greinHenti lyfjum yfir girðinguna á Hrauninu
Næsta greinGrængresið gæti fallið – Ekki búist við kali