Selfoss er úr leik í bikarkeppni kvenna í handbolta eftir 19-26 tap gegn Fram á heimavelli í Set-höllinni Iðu í kvöld.
Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en undir lok hans voru Framkonur skrefinu á undan og leiddu 9-10 í hálfleik.
Þegar rúmar átta mínútur voru liðnar af seinni hálfleik var staðan 12-12 en þá kom frábær kafli hjá gestunum sem skoruðu sjö mörk í röð og breyttu stöðunni í 12-19.
Þetta áhlaup gerði út um vonir Selfyssinga og munurinn hélst svipaður allt til leiksloka.
Katla María Magnúsdóttir skoraði 6 mörk fyrir Selfoss, Perla Ruth Albertsdóttir 6/3, Arna Kristín Einarsdótti 3 og þær Hulda Dís Þrastardóttir og Eva Lind Tyrfingsdóttir skoruðu 2 mörk hvor.
Markverðir Selfyssinga áttu fínan leik; Cornelia Hermansson varði 11/1 skot og var með 34,4% markvörslu og Ágústa Jóhannsdóttir verði 2 skot og var með 33,3% markvörslu.