Snæfell jafnaði metin

Jaeden King var stigahæstur Hamarsmanna í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Snæfell lagði Hamar í annarri viðureign liðanna í úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta í Stykkishólmi í kvöld. Staðan í einvíginu er því 1-1.

Hamar komst í 1-11 í upphafi leiks en Snæfellingar komu til baka og staðan var 27-28 að 1. leikhluta loknum. Snæfell skoraði fyrstu átta stigin í 2. leikhluta og heimamenn leiddu fram að hálfleik, 54-49 í leikhléi.

Hamar komst yfir í upphafi seinni hálfleiks en Snæfellingar komu jafnharðan til baka og í upphafi 4. leikhluta var staðan orðin 83-74. Snæfell hélt Hamri í skefjum á lokakaflanum og heimamenn unnu að lokum sanngjarnan sigur, 96-93.

Jaeden King var stigahæstur Hvergerðinga með 28 stig en Fotios Lampropoulos var framlagshæstur með 24 stig og 13 fráköst.

Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í 4-liða úrslit en Hamar og Snæfell mætast næst í Hveragerði á laugardaginn kl. 17

Snæfell-Hamar 96-93 (27-28, 27-21, 21-23, 21-21)
Tölfræði Hamars: Jaeden King 28/6 fráköst, Fotios Lampropoulos 24/13 fráköst, Jose Medina 18, Ragnar Nathanaelsson 9, Lúkas Aron Stefánsson 6, Birkir Máni Daðason 5/4 fráköst, Daníel Sigmar Kristjánsson 3.

Fyrri greinSamfylkingin á miklu flugi í Suðurkjördæmi
Næsta greinSelfossveitur semja um aukin jarðhitaréttindi