Snæfríður í undanúrslit á nýju Íslandsmeti

Snæfríður Sól Jórunnardóttir. Ljósmynd/Hörður J. Oddfríðarson

Hvergerðingurinn Snæfríður Sól Jórunnardóttir bætti í morgun eigið Íslandsmet í 100 m skriðsundi í 25 m laug á Heimsmeistaramótinu sem hófst í Búdapest í morgun.

Snæfríður synti á 52,77 sek í undanrásum í morgun og bætti eigið Íslandsmet um 0,34 sekúndur.

Hún tryggði sér með þessu sæti í undanúrslitum sem fram fara síðar í dag, en hún varð ellefta inn í undanúrslitin. Undanúrslitasundið verður í beinni á RÚV kl. 16:53.

Fyrri greinJólaósk Alexanders
Næsta greinIlmandi og öðruvísi kerti