Íslandsmeistaramótið í sundi í 50 m laug fer fram um helgina í Laugardalslauginni og hefst í dag. Tveir sunnlenskir keppendur mæta til leiks.
Hvergerðingurinn Snæfríður Sól Jórunnardóttir í 50 m skriðsundi í dag, 100 m skriðsundi á laugardag og 200 m skriðsundi á sunnudag. Sól á Íslandsmetið í 200 m skriðsundi og er með annan og þriðja besta tímann í 50 og 100 m skriðsundi.
Sara Ægisdóttir er fulltrúi Selfoss á mótinu um helgina. Hún keppir í 50 m skriðsundi í dag, 100 m skriðsundi og 200 m fjórsundi á laugardag og 200 m skriðsundi á sunnudag. Sara hefur verið í mikilli framför undanfarið og verður spennandi að sjá hvernig gengur á sterkasta sundmóti landsins.
Sýnt verður beint frá mótinu á RÚV kl. 16:30 á laugardag.