Hvergerðingurinn Snæfríður Sól Jórunnardóttir bætti í dag eigið Íslandsmet í 100 m skriðsundi á heimsmeistaramótinu í 50 m laug sem haldið er í Fukuoka í Japan.
Snæfríður synti á 54,74 sek og bætti gamla metið um 0,23 sekúndur varð jöfn keppanda frá Kýpur í 17. sæti. Þær þurftu því að synda umsund klukkutíma síðar, þar sem Snæfríður synti aftur undir gamla metinu, nú á 54,87 sek. Hún komst hins vegar ekki í undanúrslitin, en varð í 17. sæti.
Snæfríður Sól hefur því lokið keppni á HM50 í Japan. Hún náði frábærum árangri í sínum greinum, en auk metsins í dag hafði hún áður tvíbætt Íslandsmetið í 200 metra skriðsundi, þar sem hún komst í undanúrslit.