Ölfusingurinn Snorri Þór Árnason sigraði í þriðju umferð Íslandsmótsins í torfæruakstri sem haldin var á Egilsstöðum um síðustu helgi.
Keppnin á Egilsstöðum var tilþrifamikil og gríðarlega skemmtileg og hart barist í götubíla- og sérútbúnum flokki.
Snorri tryggði sér sigurinn með stöðugum akstri á Kórdrengnum og tók hann þar með aftur forystuna í heildarstigakeppni Íslandsmótsins. Helgi Gunnarsson frá Þorlákshöfn er í 2. sæti í heildarstigakeppninni en hann ók Gærunni til 5. sætis á Egilsstöðum.
Ásgeir Björn Benediktsson varð í 9. sæti á Hlunknum og náði í sín fyrstu stig á Íslandsmótinu. Ásgeir átti skrautlegan dag en hann fékk aukaverðlaunin Röggvaldinn. Þau verðlaun fékk hann fyrir að brjóta sjálfskiptinguna þegar hann bakkaði Hlunknum af kerrunni að morgni keppnisdags og fyrir að fá gat á höfuðið þegar annar keppandi jós yfir hann grjóti í 4. braut.
Annars var Ásgeir í toppmálum þangað til að hann braut afturdrif í Hlunknum í 5. braut en þá hafði hann forystu í keppninni. Að keppni lokinni heimsótti hann heilsugæsluna á Egilsstöðum og voru saumuð tvo spor fyrir gatið á hausnum.
Ívar Guðmundsson var í hörkukeppni á Kölska í götubílaflokknum en hann hafði forystu í flokknum allt þar til í síðustu braut að hann ók í gegnum vitlaust hlið í tímabraut og féll niður í annað sætið. Þrátt fyrir það er hann í fyrsta sæti í heildarstigakeppninni, með þriggja stiga forskot á næsta mann.
Eðvald Orri Guðmundsson varð í 4. sæti í götubílaflokknum á Pjakknum. Keppnin var ekki áfallalaus hjá honum en hann braut framhjólabúnað í 5. braut. Harðsnúið viðgerðarlið Orra náði hins vegar að gera við Pjakkinn og koma honum í síðustu braut.
Úrslit í torfærunni á Egilsstöðum:
Götubílaflokkur:
1. Stefán Bjarnhéðinsson / Kaldi – 1.510
2. Ívar Guðmundsson / Kölski – 1.305
3. Steingrímur Bjarnason / Strumpurinn – 1.145
4. Eðvald Orri Guðmundsson / Pjakkurinn – 1.126
Sérútbúnir götubílar:
1. Jón Vilberg Gunnarsson / Snáðinn – 1.280
2. Hlynur Sigbjörnsson / Timaur – 720
3. Aron Ingi Svansson / Zombie – 270
Sérútbúinn flokkur:
1. Snorri Þór Árnason / Kórdrengurinn – 1.270
2. Guðni Grímsson / Kubbur – 1.060
3. Þór Þormar Pálsson / Lillinn – 960
4. Ingólfur Guðvarðarson / Guttinn – 855
5. Helgi Gunnarsson / Gæran – 845
6. Valdimar Jón Sveinsson / Crash Hard – 775
7. Guðlaugur Sindri Helgason / Galdra Gulur – 765
8. Elmar Jón Guðmundsson / Heimasætan – 640
9. Ásgeir Björn Benediktsson / Hlunkurinn – 610
10. Svanur Örn Tómasson / Insane – 569,7
11. Guðbjörn Grímsson / Katla Turbo Tröll – 465
11. Haukur Einarsson / Lone Ranger – 465
Staðan í Íslandsmótinu að loknum þremur umferðum:
Götubílaflokkur:
Ívar Guðmundsson 45 stig.
Steingrímur Bjarnason 42 stig.
Stefán Bjarnhéðinsson 40 stig.
Eðvald Orri Guðmundsson 28 stig.
Sævar Már Gunnarsson 24 stig.
Sérútbúnir götubílar:
Jón Vilberg Gunnarsson 60 stig.
Sigfús Gunnar Benediktsson 27 stig.
Aron Ingi Svansson 24 stig.
Bjarki Reynisson 15 stig.
Hlynur Sigbjörnsson 15 stig.
Sérútbúinn flokkur:
Snorri Þór Árnason 40 stig.
Helgi Gunnarsson 35 stig.
Elmar Jón Guðmundsson 29 stig.
Guðni Grímsson 25 stig.
Valdimar Jón Sveinsson 23 stig.
Ingólfur Guðvarðarson 15 stig.
Guðbjörn Grímsson 12 stig.
Þór Þormar Pálsson 12 stig.
Benedikt Helgi Sigfússon 10 stig.
Svanur Örn Tómasson 10 stig.
Daníel G. Ingimundarson 8 stig.
Gísli Sighvatsson 8 stig.
Aron Ingi Svansson 4 stig.
Guðlaugur Sindri Helgason 4 stig.
Haukur Einarsson 3 stig.
Hafsteinn Þorvaldsson 2 stig.
Ásgeir Björn Benediktsson 2 stig.
Jóhann Birgir Magnússon 1 stig.
Næsta keppni verður haldin laugardaginn 12. júlí í Jósepsdal í Ölfusi.
Hér að neðan eru nokkrar myndir frá Egilsstöðum sem Dagný Gísladóttir í Þorlákshöfn tók á keppninni.