Snorri Þór sigraði í Jósepsdalnum

Ölfusingurinn Snorri Þór Árnason ók Kórdrengnum til sigurs í 4. umferð Íslandsmótsins í torfæruakstri sem fram fór í Jósepsdal síðastliðinn laugardag.

Keppnin var mjög tilþrifamikil en um leið krefjandi fyrir ökumenn. Það var Tor­færu­klúbb­ur Suður­lands sem hélt keppn­ina með góðri hjálp sjálf­boðaliða en átta keppendur kepptu í sérútbúnum flokki og fjórir í götubílaflokki.

Snorri Þór sigraði örugglega í sérútbúna flokknum með 375 stiga forskot á næsta mann. Hann hefur nú örugga forystu í heildarstigakeppni Íslandsmótsins þegar tvær umferðir eru eftir.

Í götubílaflokknum var hörkukeppni og þar náði Eðvald Orri Guðmundsson á Pjakknum að hirða silfurverðlaunin. Orri og Ívar Guðmundsson á Kölska luku keppni með jafnmörg stig, 1.826, en Ívar varð í 3. sæti og missti þar með forystuna í heildarstigakeppninni.

Tvær síðustu um­ferðirn­ar í Íslands­mót­inu fara fram á Ak­ur­eyri, helg­ina 16. og 17. ág­úst næst­kom­andi sam­hliða FÍA Nez-meist­ara­mót­inu.

Úrslit­in úr 4. um­ferð Íslands­meist­ara­móts­ins:

Götu­bíl­aflokkur:
Stein­grím­ur Bjarna­son á Strump­in­um, 1.910 stig
Eðvald Orri Guðmunds­son á Pjakkn­um, 1.826 stig
Ívar Guðmunds­son á Kölska, 1.826 stig
Sæv­ar Már Gunn­ars­son á Bruce Willys, 1.787 stig

Sér­út­bú­inn flokkur:
Snorri Þór Árna­son á Kórdrengn­um, 1.450 stig
Valdi­mar Jón Sveins­son á Crash Hard, 1.075 stig
Ingólf­ur Guðvarðason á Kötlu Tur­bo Trölli, 941 stig
Elm­ar Jón Sveins­son á Heima­sæt­unni, 840 stig
Gísli Sig­hvats­son á Kubb, 827 stig
Svan­ur Örn Tóm­as­son á Insa­ne, 725 stig
Helgi Gunn­ars­son á Gær­unni, 680 stig
Hauk­ur Ein­ars­son á Taz, 360 stig

Staðan í Íslandsmótinu að loknum fjórum umferðum:

Götubílaflokkur:
Steingrímur Bjarnason 62 stig.
Ívar Guðmundsson 57 stig.
Eðvald Orri Guðmundsson 43 stig.
Stefán Bjarnhéðinsson 40 stig.
Sævar Már Gunnarsson 34 stig.

Sérútbúnir götubílar:
Jón Vilberg Gunnarsson 60 stig.
Sigfús Gunnar Benediktsson 27 stig.
Aron Ingi Svansson 24 stig.
Bjarki Reynisson 15 stig.
Hlynur Sigbjörnsson 15 stig.

Sérútbúinn flokkur:
Snorri Þór Árnason 60 stig.
Helgi Gunnarsson 39 stig.
Elmar Jón Guðmundsson 39 stig.
Valdimar Jón Sveinsson 38 stig.
Ingólfur Guðvarðarson 27 stig.
Guðni Grímsson 25 stig.
Svanur Örn Tómasson 16 stig.
Gísli Sighvatsson 16 stig.
Guðbjörn Grímsson 12 stig.
Þór Þormar Pálsson 12 stig.
Benedikt Helgi Sigfússon 10 stig.
Daníel G. Ingimundarson 8 stig.
Haukur Einarsson 6 stig.
Aron Ingi Svansson 4 stig.
Guðlaugur Sindri Helgason 4 stig.
Hafsteinn Þorvaldsson 2 stig.
Ásgeir Björn Benediktsson 2 stig.
Jóhann Birgir Magnússon 1 stig.


Eðvald Orri Guðmundsson sýndi fínan akstur og lauk keppni í 2. sæti á Pjakknum. sunnlenska.is/Dagný Gísladóttir

Fyrri greinLíkfundur í Bleiksárgljúfri
Næsta greinSkemmdir unnar á fjórum bílum