Snorri Sigurðarson skoraði eina mark leiksins þegar Árborg lagði Sindra, 0-1, í Lengjubikar karla í knattspyrnu í dag.
Leikurinn fór fram á Selfossvelli en var þó heimaleikur Sindra. Sindramenn voru sterkari framan af en leikurinn var þó bragðdaufur allt fram á 70. mínútu. Árborg fékk þá aukaspyrnu af 30 metra færi sem Snorri hamraði í netið. Eftir markið hresstust Árborgarar til muna en fátt bar þó til tíðinda þar til dómarinn flautaði af.
Árborg lauk keppni í 2. sæti í riðlinum með 9 stig, einu stigi á eftir KFG sem fer í úrslitakeppnina.