Sóknin stirð hjá Hamri

Kvennalið Hamars ásamt Karli Ágústi Hannibalssyni, þjálfara. Ljósmynd/Hamar

Kvennalið Hamars tapaði 73-47 þegar það sótti ÍR heim í 1. deild kvenna í körfubolta í dag. Staðan var 44-26 í hálfleik.

ÍR hafði frumkvæðið allan tímann og jók forskot sitt jafnt og þétt en sóknarleikur Hamars gekk ekki nógu smurt á köflum.

Hamar er í neðsta sæti deildarinnar með 4 stig en ÍR er í 2. sæti með 30 stig.

Tölfræði Hamars: Jenný Harðardóttir 13/12 fráköst/6 stolnir, Rannveig Reynisdóttir 8, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 6, Íris Ásgeirsdóttir 6/9 fráköst, Margrét Lilja Thorsteinson 5, Dagrún Inga Jónsdóttir 5, Álfhildur E. Þorsteinsdóttir 4/6 fráköst, Perla María Karlsdóttir 5 stoðsendingar.

Fyrri greinLeiðbeiningar fyrir einstaklinga með áhættuþætti vegna COVID-19
Næsta greinBarbára skoraði aftur